Iðnstýribúnaður
Öllum kerfum Naust Marine fylgja skjámyndir þar sem teiknaðar eru upp skilmerkilegar myndir af kerfinu þar sem fram koma lykilgildi fyrir hverja dælu eða búnað. Kerfin bjóða einnig upp á rauntímaskráningu á lykilgildum sem gerir þér kleift að skoða línurit eða töflur aftur í tímann. Slíkt getur reynst gagnlegt við rannsóknir eða greiningu á truflunum og bilunum.
Hægt er að útbúa kerfin með tölvuaðgangi í gegnum netið sem gerir stjórnendum þess kleift að fylgjast með ástandi kerfisins og breyta ákveðnum gildum hvar sem þeir eru staddir.
Fiskvinnsla
Kerfi Naust Marine fyrir fiskvinnslur byggja annars vegar á stjórnun og hins vegar á vöktun. Einnig sinna kerfin rauntímaskráningu á þeim þáttum sem halda þarf utan um vegna úttekta og eftirlits.
Í fiskvinnslu eru gerðar miklar kröfur um rekstraröryggi og eftirlit. Því er mikilvægt að starfsmenn, sem koma að hönnun kerfa, hafi góða þekkingu á þeim kröfum sem gerðar eru og þeim ferlum sem eiga sér stað.
Vatnsveitur / Hússtjórnunarkerfi
Kerfi Naust Marine fyrir vatns- og hitaveitur eru sjálfvirk eftirlits- og viðvörunarkerfi sem jafnframt má nota til að halda utan um og skipuleggja fyrirbyggjandi viðhald. Kerfin eru hentug til stjórnunar og eftirlits með mannlausum dælustöðvum.
Olíuiðnaður
Naust Marine hefur á undanförnum árum unnið náið með stóru olíufélögunum að þróun sérhæfðra kerfa fyrir olíuiðnaðinn. Sérfræðingar Naust Marine hafa því aflað sér mikillar þekkingar á meðhöndlun þeirrar viðkvæmu vöru sem eldsneyti er.
Tankamælingarkerfi Naust Marine er búið rauntímaskráningu og hægt er að skoða magn og ástand tanka hvar sem er með tölvuaðgangi.
Helstu viðskiptavinir:
Olíufélög:
- Skeljungur
- Skeljungur Fasteign (Hvalfjörður)
- Olíudreifing (N1 og Olís)
- EAK (Eldsneytisafgreiðslustöð Keflavíkurflugvelli)
- EBK (Eldsneytisbirgðastöð Keflavíkurflugvelli)
- Birgðastöð Helguvík
Rækjuvinnslur:
- Hólmadrangur
- Kampi
- Meleyri
- Þormóður Rammi
Fiskvinnslur:
Vatns- og rafveitur:
- HAB (Hitaveita Akranes og Borganes)
- OR (Orkuveita Húsavíkur)
- Vatnsveita Keflavíkurflugvelli
- Vatnsveita Siglufjarðar
- Rarik virkjanir
Hússtjórnunar- og loftræsikerfi:
- Smárabíó
- Hagkaup Smáralind
- Lækjarskóli
Steypu- og malbikunarstöðvar:
- Steypan Suðurnesjum
- Malbikunarstöð Suðurnesja
- Steypustöð Hvammstanga
- Hlaðbær Colas
- Hellur og Steinar