Engey RE var hleypt af stokkunum þann 1. mars síðstaliðin. Skipið er byggð í skipasmíðastöðinni Çeliktrans í Tyrklandi fyrir HB Granda hf. og er fyrsta skipið í röð þriggja sem verið er að byggja á sama stað fyrir sama fyrirtæki.
Skiptar skoðanir eru á útliti skrokksins, en við hjá Naust Marine erum ótrúlega ánægð með fallegan og lögulegan skrokkinn og hlökkum til að fá skipið til Íslands.
Um borð í Engey RE er að sjálfsögðu ATW Togvindustjórnun sem og stjórnun á allar aðrar vindur um borð. Allar vindur um borð eru einnig frá Naust Marine.