Nýlega afhenti Naust Marine heildarvindukerfi, sem framleidd voru í verksmiðjum fyrirtækisins bæði á Spáni og Íslandi, til American Seafoods, í Seattle í Bandaríkjunum.
Áætlað er að uppsetning kerfanna sem fara í frystitogarana Ocean Rover og Northern Eagle, ljúki síðar í haust eða áður en veiðitímabilið í Alaska hefst.
Alls voru afhentar 16 rafdrifnar vindur ásamt stjórnbúnaði í Ocean Rover:
- (2) Togvindur - (380 kW DC mótor)
- (2) Netavindur - (230 kW AC mótor)
- (2) Gilsavindur - (160 kW AC mótor)
- (2) Pokavindur
- (3) Kapalvindur
- (1) Úthalaravindur
- (2) Koppavindur
- (2) Streðaravindur
Í frystitogarann Northern Eagle voru afhentar 8 vindur
- (2) Gilsavindur - (160 kW AC mótor)
- (2) Pokavindur
- (2) Koppavindur
- (2) Streðaravindur
Þess má geta að árið 2011 var Northern Eagle fyrsti ameríski frystitogarinn til þess að uppfæra búnað sinn yfir í rafdrifnar togvindur og stjórnbúnað (ATW) frá Naust Marine. Síðar, voru netavindur og kapalvindur einnig uppfærðar.
Að uppsetningu lokinni hefur American Seafood skipt vökvavindum út fyrir rafdrifnar vindur í öllum stærri frystitogurum félagsins.
Rafdrifinn vindubúnaður eykur skilvirkni og hagkvæmni fiskveiða m.a. með minni eldsneytisnotkun, minna viðhaldi og auðveldari stjórnun.
