Skipin C-296 og C-297 eru 37,6 x 10m að stærð, hönnuð af Havyard í Noregi og í smíðum hjá Nodosa skipasmíðastöðinni á Spáni.
Skipin sem eru af gerðinni Havyard 971, munu sinna flutningi á matvælum og öðrum nauðsynjavörum til bæja og byggða við strendur Grænlands sem erfitt er að komast til nema sjóleiðina.
Skipin munu starfa á norðvestur Grænlandi, en mjög strangar kröfur eru gerðar til hönnunar skipanna, þar sem aðstæður á þessum slóðum eru erfiðar og skipin þurfa að sigla inn og út úr litlum grunnum höfnum sem eru þétt settnar af ísklösum.
Eftirtalinn búnaður frá Naust Marine var afhentur í bæði skipin:
- (1) Rafknúin tvöföld ankeris- og fastsetningarvinda
fyrir 26mm K2 ankeriskeðju, ásamt tromlu fyrir140 metra af 26mm togi
- (1) Rafknúin tvöföld fastsetningarvinda, tromla fyrir 370m af ankeriskapal,
ásamt tromlu fyrir 140 metra af 26mm togi
- (1) Keðjustoppari fyrir 26 mm K2 keðju
- (1) Koppavinda
- Staðbundin og þráðlaus stjórnun (DNV vottuð)