Togarinn Igueldo, sem stundar smokkfiskveiðar við Falklandseyjar var smíðaður árið 1989, er 83m að lengd og 14m að breidd.
Eigandinn, Igueldo Fisheries – Stanley, skipti út aðalvél skipsins á síðasta ári en unnið hefur verið að umfangsmiklum endurbótum á skipinu. Ein mesta breytingin felst svo í því að setja upp nýjar vindur og stjórnbúnað frá Naust Marine. Búnaðurinn er nú í smíðum og uppsetning er áætluð næstkomandi haust.
Nýja vindukerfið inniheldur eftirfarandi búnað:
(2) 62 tonna Togvindur + ATW Togvindustjórnun
(4) 30 tonna Grandaravindur
(2) 35 tonna Gilsavindur
(2) 22 tonna Pokavindur
(2) 18 tonna Hjálparvindur
(2) 5 tonna Koppavindur
(1) Vatnskælikerfi fyrir togvindumótora
- Auk nauðsynlegs stjórnbúnaðar.
Að endurbótum loknum mun veiðigeta skipsins aukast til muna.