Naust Marine uppfærði nýverið togvindustjórnbúnað í togaranum Akrabergi sem er í eigu færeysku útgerðarinnar Framherja.
Uppfærslan snýr að stjórnbúnaði sem knýr togvindur skipsins.
Með uppfærslunni getur skipið dregið tvö troll sem eykur afköst skipsins til muna.
Búnaðurinn var settur um borð í Færeyjum og gengu uppsetning og sjópróf vel.
Skipið hélt beint til veiða á Barentshafi að uppsetningu lokinni.