Í sumar undirritaði Ísfélagið í Vestmannaeyjum samning við Naust Marine um kaup á togvindum og ATW Togvindustjórnun um borð í ísfisktogarann Ottó N. Þorláksson VE-005. Ísfélagið keypti skipið af HB Granda árið 2017 en skipið var smíðað hjá Stálvík hf. í Garðabæ árið 1981.
Þessa dagana er verið er að búa skipið á veiðar og má búast við því að það verði komið suður fyrir Eyjar innan tíðar.
ATW Togvindustjórnun frá Naust Marine hefur verið í þróun síðan 1979, fyrst hjá Rafboða sem síðar varð Naust Marine (1993) en til gamans má geta að fyrsta kerfið fór einmitt um borð í Ottó N. Þorláksson árið 1981.
Árið 1999 voru settar nýjar togvindur í skipið ásamt uppfærslu á stjórnbúnaði. Í sumar tók Ísfélag Vestmannaeyja ákvörðun um að fjárfesta í nýjum togvindum og stjórnbúnaði frá Naust Marine til að leysa af hólmi eldri búnað í skipinu sem kominn var til ára sinna og óhætt er að segja að hafi skilað sínu. Farsæl saga Naust Marine og Ottó N. Þorlákssonar sem spannar yfir tvo áratugi heldur því áfram.
Ottó N. Þorláksson er 57 m. á lengd og 10,3m á breidd.