03.nóvember 2022

Nýr búnaður í Herjólf frá Naust Marine

Herjólfur IV hefur verið í slipp við Hafnarfjarðarhöfn að undanförnu.  Naust Marine lauk nýlega við að setja niður 5 nýjar landfestavindur ásamt sjálfvirkum stjórnbúnaði og fjarstýringum sem sérstaklega voru hannaðar fyrir ferjuna. 

Herjólfur IV gegnir mikilvægu samgönguhlutverki með siglingum á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar / Þorlákshafnar en ferjan tekur um 65-70 bíla og 540 farþega.


Búnaður frá Naust Marine
5 landfestavindur
Stjórnbúnaður og fjarstýringar með hverri vindu


Við erum stolt af því að Herjólfur hafi valið lausnir frá Naust Marine og óskum Vestmannaeyingum og áhöfn Herjólfs til hamingju með nýja búnaðinn.