Nýtt rannsóknaskip fyrir Hafrannsóknastofnun Íslands er nú í smíðum hjá ARMON skipasmíðastöðinni í Vigo á Spáni.
Framleiðsla á búnaði frá Naust Marine sem fer um borð í rannsóknaskipið hefur gengið vel í sumar en nýlega lauk prófanaferli fyrir krana sem þegar hefur verið afhentur. Kraninn vegur 2 tonn, útbúinn með vökvadrifinni vindu og mun sjá um að hífa ýmsan varning til og frá borði.
Annar búnaður er enn í framleiðslu og er gert ráð fyrir að Naust Marine ljúki framleiðsluferli á öllum búnaði í lok þessa árs.
Meðal búnaðar sem fer um borð í nýtt rannsóknarskip
- Togvindur
- Gilsa- og grandaravindur
- Rannsóknarvindur
- Netavindur
- Ankerisvindur ásamt öðrum hjálparvindum
- Kranar, gálgar og blakkir ásamt stjórnbúnaði