Nýlega urðu breytingar á eignarhaldi Naust Marine en Bjarni Þór Gunnlaugsson, fráfarandi framkvæmdastjóri, hefur selt hlut sinn til Magnúsar V. Snædal, stjórnarformanns, sem nú er aðaleigandi félagsins.
Það gleður okkur jafnframt að tilkynna að Hrafnkell Tulinius hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri en Hrafnkell hefur starfað sem framkvæmdastjóri skipahönnunar fyrirtækisins Nautic frá 2018 og gegnt ýmsum stjórnunarstöðum á sviði upplýsingatækni frá árinu 1995. Hann er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BSc í tölvuverkfræði frá Chico State University í Kaliforníu. Hrafnkell hefur viðamikla alþjóðlega reynslu sem mun nýtast félaginu vel.
Í kjölfar ofangreindra breytinga hefur öll framleiðsla fyrirtækisins verið flutt í verksmiðju Naust Marine í Vigo á Spáni sem nýlega flutti í enn stærra húsnæði. Áætlanir gera ráð fyrir að framleiðslugeta fyrirtækisins geti aukist verulega. Naust Marine mun leggja aukna áherslu á að veita viðskiptavinum félagsins góða þjónustu frá öllum starfsstöðvum Naust Marine.