AutoGen aflstjórnkerfi
AutoGen aflstjórnkerfið frá Naust Marine er sjálfvirkt kerfi sem ætlað er að auka vélarafl skrúfu, draga úr olíunotkun og viðhaldsþörf.
AutoGen kerfið hentar vel sem uppfærslubúnaður í gömul skip sem hafa of litlar aðalvélar til að hægt sé að nota þær óbreyttar með nýjungum í fiskveiðitækni, svo sem ATW-kerfi Naust Marine.
Í AutoGen kerfinu er sjálfvirkt aflstjórnkerfi sem kemur í veg fyrir yfirálag.
Með aukabúnaði getur AutoGen, ef aðalvél skipsins bilar, fært afl af ljósavél í gegnum ásrafal og þannig notað hann sem mótor til að drífa skrúfu skipsins áfram.
Sérstakt AutoGen stjórnborð er notað til að velja á milli stillinga í kerfinu fyrir ásrafal og afldreifingu á rafölum. Kerfið kemur með skjákerfi sem auðveldar yfirsýn yfir marga rafala.