Rafdrifið vírastýri
Rafdrifið vírastýri er hannað fyrir bæði rafknúnar vindur og glussavindur. Með smávægilegri aðlögun má tengja það flestum gerðum og stærðum vinda. Helsti tilgangur þessarar tækni er að tryggja góða röðun víra, hvort sem um er að ræða stálvíra eða Dyneema (Dynex) togtaugar.
Óhentug víraröðun á togvindum hefur mikil áhrif á gæði togvírsins til lengri tíma. Með notkun á rafdrifnu vírstýri raðast stálvírinn rétt upp á vindurnar. Rétt röðun er lykilatriði til að auka líftíma stálvírs og hagkvæmni í rekstri.
Rafdrifið vírastýri er nú þegar notað í fjölmörgum íslenskum skipum sem og skipum í Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku og Japan.