Rafdrifinn skrúfubúnaður
Naust Marine býður upp á rafdrifinn skrúfubúnað fyrir bæði stór og smá skip. Val er um bæði dísel rafknúinn (e. Diesel electric) og blendingsrafknúinn (e. Hybrid electric) framdrifsbúnað, samkeyrðan eða hliðtengdan og/eða alrafknúinn (e. All electric) búnað sem eingöngu er drifinn áfram af rafhlöðum.
Meðal viðskiptavina Naust Marine eru rannsóknarskip, skemmtiferðarskip, dráttarbátar, prammar, ferjur og snekkjur.
Rafmagnsframdrif eru að verða sífellt vinsælli vegna jákvæðra umhverfisáhrifa og ekki síður vegna minni hávaðamengunar og titrings. Tækniframfarir í rafhlöðubúnaði hafa verið örar undanfarin ár, búnaðurinn er orðinn smærri, öflugri og ódýrari sem aldrei fyrr.